Konur eftir tíðahvörf í áhættuhópi

Harpa Lind Hilmarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og heilsumarkþjálfi en hún er einn af stofnendum Gynamedica sem þjónustar meðal annars konur á breytingaskeiðinu.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvað manneskjan sjálf getur gert til að bæta eigin heilsu og minnka líkur á sjúkdómum,“ segir Harpa Lind Hilmarsdóttir stofnmeðlimur Gynamedica. „Þessi áhugi jókst ennþá meira þegar ég fór sjálf að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins sem komu mjög svo aftan að mér. Það kom mér á óvart hvað ég sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður vissi lítið um þetta tímabil í lífi kvenna. Ég var bara 44 ára og fannst þetta mjög fjarlægt. Upp frá því því eyddi ég miklum tíma í að fræðast, með því að lesa bækur, rannsóknir og hlusta á podcöst um breytingaskeiðið og kvenheilsu almennt. Eiginmaður minn og fjölskylda átti stundum erfitt með að ná sambandi við mig vegna þess hve niðursokkin ég var í marga mánuði.

Það hefur verið mjög þroskandi og lærdómsríkt ferli. Ótrúlega gaman að vinna við eitthvað sem maður brennur svona fyrir. Ástríðan mín liggur í því að koma því sem ég hef kynnt mér út til kvenna sem þurfa á því að halda. Ég veit hvernig þeim líður, af því að ég hef upplifað það á eigin skinni. Út frá þessu hef ég tekið að mér að búa til stóran hluta af fræðsluefni Gynamedica sem snýr að heildræna þættinum, þ.e. næringu,hreyfingu, svefni og streitu. Þetta eru allt svo ótrúlega mikilvæg púsl sem þarf að hafa í huga þegar hugað er að heilsunni almennt. Sérstaklega þegar við náum miðjum aldri er mikilvægt að stokka spilin sín og endurhugsa hvernig við viljum hafa seinni helminginn. Við getum jú flestöll lagað eitthvað til í púslunum okkar.“

Ná körlum í tíðni hjarta- og æðasjúkdóma eftir tíðahvörf

Spurð út í muninn á greiningum hjarta- og æðasjúkdóma hjá körlum og konum segir Harpa marga þætti hafa áhrif.
„Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna og karla á Íslandi líkt og í heiminum almennt. Konur greinast yfirleitt 7-10 árum á eftir körlum og átta sig ekki endilega á því hversu mikil áhættan er eftir því sem árin færast yfir. Ein af ástæðunum fyrir því að konur greinast seinna en karlmenn er sú að kvenhormónið estrógen er talið vera að einhverju leyti verndandi fyrir hjarta og æðakerfið. Þegar konur fara í tíðahvörf þá missa þær stóran hluta af estrógeninu sínu og ná á um svipað leyti körlum í tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Einkenni kvenna geta líka verið aðeins frábrugðin einkennum karla. Konur upplifa stundum frekar óljós einkenni eins og slappleika, þreytu, meltingartruflanir og kvíða. Oft er erfitt fyrir  heilbrigðisstarfsmenn og konurnar sjálfar að tengja einkennin við hjartað. Skella kannski skuldinni frekar á streitu. Karlmenn upplifa frekar þessi dæmigerðu einkenni sem flestir tengja við hjartaáfall eins og brjóstverk, þyngslaverk sem leiðir upp í háls og út í handlegg. En auðvitað geta konur upplifað þessi einkenni líka.“

Harpa segir að krónísk streita geti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Tíminn í kringum breytingaskeiðið geti verið krefjandi hjá sumum konum vegna þess að þær eru gjarnan með marga bolta á lofti. „Þær eru oft að sinna ábyrgðarmiklu starfi, með börn og unglinga heima, aldraða foreldra sem oft treysta mikið á þeirra aðstoð og jafnvel orðnar ömmur líka. Streita getur í sjálfu sér aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Þær konur sem fara í tíðahvörf fyrir 45 ára aldur eru í aukinni hættu á að þróa með sér kransæðasjúkdóma.

“Estrógen, sem er hormón sem heldur æðunum mjúkum og sveigjanlegum, fer dvínandi þegar konur nálgast tíðahvörf. Á sama tíma og estrógenið minnkar í líkamanum getur kólesterólið byrjað að safnast fyrir inni í æðunum, sem getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Þó að margar rannsóknir bendi til þess að estrógen hafi jákvæð áhrif á æðakerfið, þá þurfum við fleiri rannsóknir. Hita- og svitakóf eru algeng einkenni á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf og geta staðið yfir í allt að 10 ár. Þessi einkenni hafa verið tengd við háþrýsting og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það er því mikilvægt að meðhöndla einkenni eins og hita- og svitakóf.“

Blæðinga- og meðgöngusaga getur gefið vísbendingar

„Ef konur byrja mjög ungar á blæðingum, hafa sögu um blæðingastopp eða óreglulegar blæðingar eins og til dæmis PCOS geta líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum aukist. Ákveðin vandamál og fylgikvillar á meðgöngu geta aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum eins og meðgönguháþrýstingur, meðgöngusykursýki og meðgöngueitrun. Konur sem hafa fengið meðferð við brjóstakrabbameini geta verið í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma út af áhrifum meðferðarinnar.“

Mikilvægt er að huga bæði að líkamlegri og andlegri heilsu

Harpa segir að mikilvægt sé að styðjast við heildræna nálgun þegar kemur að forvörnum og huga bæði að andlegri og líkamlegri heilsu. „Eins og ég nefndi áðan eru hita- og svitakóf hættumerki sem þarf að fylgjast með, en einnig þarf að fylgjast reglulega með blóðþrýstingi, blóðsykri og blóðfitu. Það er mikilvægt að konur upplýsi sinn heilbrigðisstarfsmann um sína kvenheilsusögu, þ.e óreglulegar blæðingar, vandamál á meðgöngum, hvenær þú fórst í tíðahvörf og hvort þú hafir farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Ef við erum að upplifa hamlandi einkenni tengd breytingaskeiðinu, eins og svefnvanda, orkuleysi og almenna vanlíðan, er mikilvægt að leita sér aðstoðar til þess að við getum hugað almennilega að púslunum okkar.“

Brýnt að huga að blóðsykursstjórnun og þarmaflóru

„Við leggjum áherslu á í okkar vinnu að konur hugi vel að næringunni sinni. Tvennt í næringunni skiptir miklu máli þegar kemur að heilsu okkar almennt og þar á meðal til að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkómum. Það er blóðsykursstjórnun og þarmaflóran. Sveiflur í blóðsykri geta komið fram í ýmsum sállíkamlegum einkennum og ýtt undir löngunina í einföld kolvetni eins og sykur og hvítt hveiti. Þess vegna er mikilvægt að klæða kolvetnin sín með trefjum, gæðafitu eða gæðapróteini. Þarmaflóran er samsafn af bakteríum og öðrum örverum sem lifa í meltingarveginum okkar, frá munni og niður í endaþarm. Þessar örverur eru háðar okkur og við háðar þeim. Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku örveruflóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Hún hefur bein áhrif á heilsuna okkar bæði andlega og líkamlega. Þessar örverur hjálpa okkur að brjóta fæðuna niður og melta ásamt því að framleiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynlegar. Til þess að örveruflóran okkar virki sem best þurfum við að hugsa vel um hana, næra hana með trefjum, mat úr plönturíkinu, grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum, fræjum, og kornvörum. Einnig hafa sýrðar og gerjaðar matvörur góð áhrif á flóruna okkar. Örveruflóran þarf ýmislegt annað líka eins og til dæmis vel af vatni, hvíld og snertingu við náttúruna. Rannsóknum hefur fleygt fram síðan 2006 og alltaf meira og meira að koma í ljós hvað þessi örveruflóra getur hjálpað okkur með. Hún hefur meðal annars verið tengd við andlega líðan, ónæmiskerfið, efnaskiptin og húðina. Það hefur ekkert verið staðfest en það eru vísbendingar um að röskun á örveruflórunni geti ýtt undir bólgur í líkamanum sem síðan mögulega geti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum Brýnt að huga að blóðsykursstjórnun og þarmaflóru „Við leggjum áherslu á í okkar vinnu að konur hugi vel að næringunni sinni.

Tvennt í næringunni skiptir miklu máli þegar kemur að heilsu okkar almennt og þar á meðal til að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkómum. Það er blóðsykursstjórnun og þarmaflóran. Sveiflur í blóðsykri geta komið fram í ýmsum sállíkamlegum einkennum og ýtt undir löngunina í einföld kolvetni eins og sykur og hvítt hveiti. Þess vegna er mikilvægt að klæða kolvetnin sín með trefjum, gæðafitu eða gæðapróteini. Þarmaflóran er samsafn af bakteríum og öðrum örverum sem lifa í meltingarveginum okkar, frá munni og niður í endaþarm. Þessar örverur eru háðar okkur og við háðar þeim. Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku örveruflóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Hún hefur bein áhrif á heilsuna okkar bæði andlega og líkamlega. Þessar örverur hjálpa okkur að brjóta fæðuna niður og melta ásamt því að framleiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynlegar. Til þess að örveruflóran okkar virki sem best þurfum við að hugsa vel um hana, næra hana með trefjum, mat úr plönturíkinu, grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum, fræjum, og kornvörum. Einnig hafa sýrðar og gerjaðar matvörur góð áhrif á flóruna okkar. Örveruflóran þarf ýmislegt annað líka eins og til dæmis vel af vatni, hvíld og snertingu við náttúruna. Rannsóknum hefur fleygt fram síðan 2006 og alltaf meira og meira að koma í ljós hvað þessi örveruflóra getur hjálpað okkur með. Hún hefur meðal annars verið tengd við andlega líðan, ónæmiskerfið, efnaskiptin og húðina. Það hefur ekkert verið staðfest en það eru vísbendingar um að röskun á örveruflórunni geti ýtt undir bólgur í líkamanum sem síðan mögulega geti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Miðjarðarhafsmataræðið sameinar í raun þetta tvennt, undirstaðan í því er mikið grænmeti, ávextir, belgjurtir, kornvörur, ólífuolía, hnetur, fræ, kryddjurtir, fiskur, skelfiskur, egg, hreinar mjólkurvörur og kjöt í hófi. Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi,sykursýki týpu 2, offitu, elliglöpum og ákveðnum tegundum af krabbameini þegar miðjarðarhafsmatar er neytt. Það er þó mikilvægt að muna að enginn getur verið fullkominn í mataræði. Ef við erum 80% góð og 20% slök þá erum við á góðum stað.“

Konur leiti til heilsugæslunnar

„Tíminn í kringum breytingaskeiðið er mikilvægur gluggi til þess að eiga gott samtal við sinn heilbrigðisstarfsmann um sína áhættuþætti og hvernig best er fyrir þig að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Ég myndi segja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður.“