Garðar Helgason látinn

Kraftmikill og dyggur félagi í Hjartaheill, landssamtökum hjartasjúklinga, Garðar Helgason á Akureyri varð bráðkvaddur í síðasta mánuði. Garðar var heilsteyptur félagsmálamaður, einn af máttarstólpum Hjartaheilla landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði lengi í samtökunum, sat löngum í stjórn þeirra, var ætíð mótandi og hvetjandi á umhverfi sitt og samfélag.

Stjórn Hjartaheilla sæmdi Garðar gullmerki sínu árið 2017 fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Hjartaheill meta og þakka samstarf við Garðar Helgason og senda aðstandendum hans samúðarkveðjur.Minning um góðan félaga mun lifa áfram.
Hjartaheill.