Verkur frá brjósti getur verið af ýmsum orsökum. Hann getur verið frá hjarta, vélinda, stoðkerfi eða lungum og er kransæðastífla sá sjúkdómur sem mikilvægast er að greina snemma eða útiloka. Í þessum fimmta bæklingi Hjartaverndar í ritröð um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma verður fjallað um kransæðastíflu. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu við Brjóstverkjamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss. meira