Í þessari nýju íslensku heimildarmynd fjalla læknar um orsakir gáttatifs, einkenni þess og meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá áralangri glímu sinni við sjúkdóminn.
Gáttatif er algengari hjartasjúkdómur en margir gera sér almennt grein fyrir. Hér á landi hafa um 5000 manns greinst með gáttatif og læknar telja að tíðnin eigi eftir að margfaldast á næstu áratugum samfara hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og betri meðferðarúrræðum gegn öðrum hjartasjúkdómum. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að kalla gáttatif faraldur 21. aldarinnar.
Birt þann 10. mars 2015 á RÚV

Með hjartað úr takti – Fræðslumynd um gáttatif from Epos kvikmyndagerð on Vimeo.

Í þessari nýju íslensku heimildarmynd fjalla læknar um orsakir gáttatifs, einkenni þess og meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá áralangri glímu sinni við sjúkdóminn. Gáttatif er algengari hjartasjúkdómur en margir gera sér almennt grein fyrir. Hér á landi hafa um 5000 manns greinst með gáttatif og læknar telja að tíðnin eigi eftir að margfaldast á næstu áratugum samfara hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og betri meðferðarúrræðum gegn öðrum hjartasjúkdómum. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að kalla gáttatif faraldur 21. aldarinnar.

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson.
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.