Geta læknað hjartamein

Bandarískir vísindamenn hafa sýnt fram á það að meðferð með hjálp stofnfruma gæti læknað veikburða hjörtu. Tuttugu hjartasjúklingar tóku þátt í tilraun þar sem stofnfrumum var sprautað inn í biluð hjörtu þeirra. Þeir komust að því að þeir sjúklingar sem höfðu fengið stofnfrumum sprautað í skemmdan hluta hjartans gátu dælt meira blóði en þeir sem einungis gengust undir skurðaðgerð. Fyrri rannsóknir höfðu leitt það í ljós að stofnfrumur gætu aukið vöxt hjartavöðva og æðakerfis. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerir tilraunir með þetta. Stofnfrumur eru óþroskaðar frumur sem geta lagað sig að því að vaxa á sama hátt og aðrir vefir, svo sem hjartavefir. Heimild Fréttablaðið 30. apríl 2004

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *