Niðurstöðu fagnað.

Landssamtök hjartasjúklinga fagna því samkomulagi sem heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson hefur gengið frá við lyfjaframleiðendur. Landssamtökin telja mikilli óvissu eytt með þessu samkomulagi og telja jafnframt að merkum áfanga hafi verið náð í baráttunni fyrir lægra lyfjaverði til Íslendinga.

Í fyrsta lagi er reglugerð sem taka átti gildi 1. ágúst um viðmiðunarverð lyfja, felld úr gildi, og eyðir það gríðarlegri óvissu meðal sjúklinga og einnig lækna. Sú staðhæfing að heildsöluverð lyfja á Íslandi verði innan tveggja ára sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum er stór og mikill áfangi í átt að lækkuðu lyfjaverði. Landssamtökin treysta því að þessi verðlækkun muni ganga til neytenda af fullum þunga og treysta því jafnframt að heilbrigðisráðuneytið muni tryggja að svo verði.

Landssamtökin gagnrýndu málsaðila harkalega, þegar þessi deila var uppi. Það er því afar ánægjulegt að hægt skyldi að setja þessa hörðu deilu niður með samningum, sem báðir aðilar virðast vera ánægðir með. Eftir er að sjá hversu mikil ánægja sjúklinga verður þegar lyfjaverðslækkanir fara að skila sér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *