Ríkislyf í algengum flokkum

Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga lýsir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum sparnaðaráformum stjórnvalda í tengslum við lyfjaverð. Þessi sparnaðaráform birtast hjartasjúklingum sem stórfelldar hækkanir á algengum hjartalyfjum. Mörg dæmi eru um að lyf hækki langt yfir 100%. Flest allir hjartasjúklingar taka fleiri en eitt lyf og margir mun fleiri. Mörg dæmi eru þess að sjúklingar hafi þurft að reyna mörg lyf áður en réttur ”lyfjakokkteill” finnst. Hluti af stefnubreytinga stjórnvalda er að taka upp svokallað analog kerfi. Þar er eitt lyf valið úr til verðviðmiðunar fyrir önnur sambærileg lyf. Af hverju að taka upp ríkislyf í algengum lyfjaflokkum? Samtökin hafa átt fund með stjórnvöldum vegna þessa en ekki fengið viðhlítandi svör.

Fréttatilkynning frá Landssamtökum hjartasjúklinga:
Ríkislyf í algengum flokkum
Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga lýsir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum sparnaðaráformum stjórnvalda í tengslum við lyfjaverð. Þessi sparnaðaráform birtast hjartasjúklingum sem stórfelldar hækkanir á algengum hjartalyfjum.

Mörg dæmi eru um að lyf hækki langt yfir 100%. Flest allir hjartasjúklingar taka fleiri en eitt lyf og margir mun fleiri. Mörg dæmi eru þess að sjúklingar hafi þurft að reyna mörg lyf áður en réttur ”lyf jakokkteill” finnst. Hluti af stefnubreytinga stjórnvalda er að taka upp svokallað analog kerfi. Þar er eitt lyf valið úr til verðviðmiðunar fyrir önnur sambærileg lyf.

Af hverju að taka upp ríkislyf í algengum lyfjaflokkum? Samtökin hafa átt fund með stjórnvöldum vegna þessa en ekki fengið viðhlítandi svör. Landssamtök hjartasjúklinga líta á þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem fjandsamlegar
við heilbrigðis og mannúðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Heilbrigðisráðherra hefur boðað ”analogkerfið” í nokkurn tíma. Samkvæmt upplýsingum samtakanna eru engin af viðmiðunarríkjum Íslands að nota þetta kerfi. Markmið heilbrigðisráðherra eru án efa að lækka lyfjakostnað og það markmið skilja Landssamtökin og virða. En þetta getur ekki verið leiðin þegar lyfin okkar hækka um og yfir 100%.
LHS bendir líka á lyfjafyrirtækin, sem verða að axla ábyrgð í þessu máli. Hér er um að ræða verðstríð milli lyfjaheildsala og ríkisins. Sjúklingar eiga það ekki skilið frá þessum aðilum að verða fórnarlömb þessara átaka.

Það er afdráttarlaus krafa Landssamtakanna að þessum ákvörðunum verði frestað og fulltrúum sjúklinga verði boðið til viðræðna um lyfjaverð og þær ákvarðanir sem liggja til grundvallar. Það er ekki lengur ásættanlegt að stjórnamálamenn og innflutningsaðilar semji um lyfjaverð sín á milli án aðkomu sjúklinga.

Af þessu tilefni boða Landssamtökin til málþings um þetta mál á laugardag í Súlnasal í Reykjavík. Þingið hefst klukkan 10 árdegis og stendur fram til klukkan 12. Öllum áhugamönnum um þetta mál er boðin þátttaka á meðan að húsrúm er nægilegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *