Alþóða hjartadagurinn

ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn var haldinn í yfir hundrað löndum sunnudaginn 26. september s.l. Þemað í ár er börn, unglingar og hjartasjúkdómar. Hjartavernd og HjartaHeill, Landssamtök hjartasjúklinga, stóðu fyrir skipulagðri dagskrá en Actavis var aðalstyrktaraðilinn. Hin árlega hjartaganga var gengin og ávarpaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra þátttakendur. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, hvatti fólk til að hreyfa sig og fulltrúar Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, skemmtu fólki fyrir gönguna. Þá stóðu AstraZeneca, HjartaHeill og Hjartavernd fyrir blóðfitu- og blóðþrýstingsmælingum í tilefni dagsins ásamt því að boðið var uppá, ráðgjöf í reykbindindi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *