Myndarleg gjöf frá Subway á Íslandi

Subway á Íslandi hefur afhent HjartaHeill ávísun upp á ríflega 800 þúsund krónur. Þessir peningar söfnuðust á alþjóðlega hjartadaginn og er árangur af samstarfi Subway og HjartaHeilla. Subway lofaði að styrkja samtökin með allri sölu af svokölluðum 7 undir 6 bátum hjá fyrirtækinu og einnig allri sölu vegna Topps frá Vífilfelli, á alþjóðlega hjartadaginn.

Gegn þessum styrk hefur Subway nú leyfi til að nota merki HjartaHeilla til að auglýsa heilsubátana, enda mæla samtökin með neyslu þeirra. Þessir bátar innihalda innan við sex grömm af fitu og eru án efa hollasti skyndibiti sem í boði er. 

“Það er samtökum á borð við HjartaHeill gríðarlega mikilvægt að félag af þeirri stærðargráðu sem Subway er, sé tilbúið að leggja samtökunum lið. Framhald verður á þessu samstarfi og er stefnan sett á að þessi upphæð verði enn hærri að ári liðnu.” segir Vilhjálmur Vilhjálmsson formaður HjartaHeilla, Landssamtaka hjartasjúklinga.

Landsmenn tóku vel í hvatningu Subway og HjartaHeilla um að kaupa fitulitla báta á Subway á alþjóðlega hjartadaginn. Sala á heilsubátunum umræddan dag jókst um 22% frá helginni áður. Það er því greinilegt að almenningur hefur bæði meðtekið skilaboðin og viljað styrkja þetta framtak með beinum hætti. Hér er hægt að heimsækja vefinn hjá Subway www.subway.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *