Hækkanir á áramótum

Ríki og sveitarfélög hækka víða gjaldskrár á áramótum. Alþýðusamband Íslands gerir þessar hækkanir að umtalsefni á heimasíðu sinni og geta þeir sem vilja skoða þetta nánar farið á www.asi.is. Þjónusta heilbrigðisstofnana hækkar í verði og það mikið þegar horft er til prósentu. Sem dæmi má nefna að sjúkraflutningakostnaður hækkar og einnig gjald fyrir hjartaþræðingar. Sjá nánar upptalningu sem ASÍ hefur tekið saman.

Eftirfarandi hækkanir hafa verið boðaðar á gjöldum heilbrigðisstofnana:
–  Almenn komugjöld á heilsugæslustöðvar á dagvinnutíma hækka um 100 kr. (16,7%) og verða
   700 kr.
–  Komugjöld fyrir ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og börn hækka um 50 kr. (16,7%) og verða          
   350 kr.
–  Almenn komugjöld utan dagvinnutíma hækka um 250 kr. (16,7%) og verða 1.750 kr.
–  Komugjöld ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og vegna barna utan dagvinnutíma hækka um
   100 kr. (14,3%) og verða 800 kr.
–  Gjöld vegna vitjana lækna hækka um 250 kr. (15,6%) og verða 1.850 kr.
–  Gjöld vegna vitjana lækna til ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og barna hækka um 100 kr.
   (16,7%)og verða 700 kr.
–  Gjöld vegna heimsókna á slysadeildir sjúkrahúsa hækka um 110 kr. (3,4%) og verða 3.320 kr.
–  Gjald fyrir hverja komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en
   lækna hækkar um 56 kr. (3,3%) og verður 1.777 kr.
–  Almennt gjald sjúkratryggðra fyrir keiluskurðaðgerðir og einnig fyrir hjartaþræðingu hækkar
   um 180 kr. (3,5%) og verður 5.280.
–  Gjald fyrir sjúkraflutninga hækkar um 100 krónur (2,9%) og verður 3.500 krónur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *