Hafið er nýtt happdrættisár hjá Happdrætti SÍBS þar sem vinningar verða meira en hálfur milljarður króna. Tuttugu og tveir bílar, 200 glæsilegir ferðavinningar og yfir 33.000 aðrir vinningar eru í boði. Endurnýjun er hafin hjá umboðsmönnum um land allt. Dregið verður í fyrsta flokki föstudaginn 14. janúar næstkomandi. Þar verða m.a. 20 milljón króna vinningar í boði. Hægt er að fara á vef SÍBS sem er www.sibs.is og kaupa þar miða eða hringja í síma 552 2150.
HjartaHeill, landssamtök hjartasjúklinga, er aðildarfélag innan SÍBS og njóta hjartasjúklingar endurhæfingar á Reykjalundi hjá frábæru starfsfólki í nýju þjálfunarhúsi. Því skora ég á ykkur hjartasjúklingar góðir og aðra landsmenn að taka þátt í „Sigri lífsins“ og kaupa miða í Happdrætti SÍBS því allt kostar þetta peninga og í þeirri hörðu samkeppni sem nú ríkir á happdrættismarkaðinum er nauðsynlegt að styðjum vel við bakið á Happdrætti SÍBS sjálfum okkur og öðrum til góðs.