Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu

Laugardaginn 16. apríl s.l. hélt Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu aðalfund sinn að Hótel Sögu. Um 100 manns mættu á fundinn. Á fundinum lágu fyrir breytingar á lögum félagsins og má þar helst nefna að nafni félagsins var breytt í Hjartaheill, hjartasamtökin á höfuðborgarsvæðinu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson sem setið hefur sem formaður félagsins síðan 16. apríl 1998 lét af störfum og tók Haraldur Finnsson við formensku. Davíð Ingason sem var varamaður í stjórninni tók sæti aðalmanns í stað Vilhjálms. Tveir nýir stjórnamenn voru kjörnir í stjórnina þau Eygló Jónsdóttir og Þóri Sigurbjörnsson í stað Ingibjargar Ólafsdóttur og Rúriks Kristjánsson.

Ungliðakór Kársnesskóla gladdi hjörtu fundamanna með flutningi á léttum lög við undirleik Þórunnar Björnsdóttur stjórnanda. Mundína Ásdís Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari á Reykjalundi og HL-stöðinni í Reykjavík, lauk fundinum með fróðlegu erindi.
Í fundalok var samþykkt að senda Árna Elfari, píanóleikara, blómvönd með bestu kveðju frá fundamönnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *