Undirbúningur fyrir ný félagsskírteini er langt kominn.

Nú verður sú breyting á að félagsgjöld verða innheimt fyrr á árinu en verið hefur. Greiðsluseðlar verða sendir út nú í byrjun júnímánaðar. Ætlunin er að þessi skírteini nýtist félagsmönnum á margvíslegan hátt og standa yfir viðræður við lyfjaverslanir og fl. aðila um möguleg tilboð og afslætti til skírteinishafa.

Um leið og tilboð taka gildi verða þau auglýst á vefnum okkar og getur því borg að sig að fylgjast með heimasíðunni sem er www.hjartaheill.is/old ásamt blaðinu okkar Velferð.
Vonir standa til að hægt verði að semja um flatan afslátt á lyfjum
og sérstökum tilboðum til  félagsmanna Hjartaheilla, þannig að félagsskírteinið muni beinlínis skila kjarabótum til félagsmanna. Skírteinin verða strikamerkt og gefin út á nafn viðkomandi. Skírteinin munu gilda ár í senn eða fram til mars 2006.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *