Kauptu kílómetra!

Toyota ríður á vaðið.
Þegar hjólreiðaferðin stendur yfir hringinn í kringum Ísland,verða fyrirtæki og einstaklingar hvattir til að styðja samtökin Hjartaheill með því að kaupa kílómetra í hringnum. Kílómetrinn kostar eitt þúsund krónur og hefur fyrsta fyrirtækið riðið á vaðið.

Það er Toyota á Íslandi sem hefur keypt sem nemur hundrað kílómetrum og þar með styrkt átakið með eitt hundrað þúsund krónum. Toyota er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á Íslandi, í Reykjavík, á Selfossi, Egilsstöðum og á Akureyri. Keyptir eru sem nemur 25 kílómetrum við hverja starfsstöð og samtals leggja þeir sig á hundrað þúsund krónur.
Takk Toyota.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *