Hringurinn – 1400 km. á 15 dögum

Eggert Skúlason varaformaður Hjartaheilla hjólar hringinn í kringum landið á þremur vikum. Lagt verður af stað 27. júní, frá Reykjavík, úr stúdíói Stöðvar 2 við Lyngháls í þættinum Ísland í bítið. Komið verður til Reykjavíkur 15. júlí.
Styrktaraðilar verkefnisins eru Vátryggingafélag Íslands, Lífís, Lýsing og Öryggismiðstöðin. Fyrir tilstuðlan þessara fyrirtækja er hægt að bjóða áhorfendum upp á að fylgjast með ferðlaginu, nánast í beinni útsendingu.

Með í för verður kvikmyndatökumaður og unnin verða jöfnun höndum innslög um ferðina, sem sýnd verða samdægurs í Íslandi í dag. Þjóðþekktir gestir munu hjóla með Eggerti.

Markmið ferðarinnar: Fjársöfnun verður samhliða verkefninu og eru einstaklingar og fyrirtæki hvattir til að kaupa kílómetra. Hægt er að gera það með einföldum hætti með því að hringja í síma 907-2001 og skuldfærist þá 1000 kr. af símareikningi viðkomandi sem er ígildi eins kílómetra. Einnig er hægt að hringja í númerið 907-2003 og skuldfærast þá 3000 kr. af símareikningnum. Bankareikningur söfnunarinnar er 513 – 14 – 606030 kt. 511083-0369.

Skilaboðin eru einföld. Fólk sem fær hjartaáfall eða aðra alvarlega sjúkdóma á lífsleiðinni getur með réttum aðferðum lifað frábæru lífi.
Framkvæmdastjóri verkefnisins er Eygló Jónsdóttir
gsm 856-5150  netfang:
eyglo@hjartaheill.is/old

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *