Komið til Víkur.

Eymundur Gunnarsson atvinnu- og ferðamálafulltrúi á Hellu og Guðrún Jóna, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari, fylgdu Eggerti úr hlaði frá Hellu áleiðis til Víkur. Guðrún Jóna hefur haft veg og vanda að þjálfun Eggerts, fyrir hringferðina, sagði strákinn standa sig vel.

Þegar hjólað var inn til Víkur fjölmenntu heimamenn, hjólandi sem gangandi og tóku fagnandi á móti heimamanninum Eggerti og félögum. Gestunum var boðið uppá hressingu og síðan í sundlaug bæjarins. Eftir gott stopp og góðar viðtökur heimamanna var ferðinni haldið áfram áleiðis austur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *