Logn og ofsaveður í Öræfasveit

Blómarósin Hildur Vala Idol-stjarna hjólaði af stað með okkur í morgun. Með sól í sinni en rigningu í lofti var lagt í Lómagnúp. Hildur Vala brast í söng, þegar við Núpsvötn. Skömmu síðar hjóluðum við fram á Haltur leiðir blindan. Hetjur á ferð með góðan málstað í fartestkinu. Áttum frábæra stund með þeim félögum.

Skeiðarársandur var nagaður í rólegheitum og þægilegum meðbyr þegar kom austar á sandinn. Freysnes er að baki og skammt frá Fagurhólsmýri skall á ofsaveður með svo mörgum metrum á sekúndu að fingur beggja handa duga til ekki að telja. Var sem hjólað væri á vegg af og til, svo miklir voru sviptivindarnir. 75 kílómetrar lágu í lok dags. Framundan er síðasti hluti fyrsta áfanga. Sjálf Höfn við Hornafjörð þar sem humrarnir bíða. Humarhátíð verður sett klukkan 20:30 annað kvöld ef karlinn kemst í tíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *