Fjallahjól og framhaldið…… 3. júlí

Hjólið Mongooze – alvöru fjallahjól hefur reynst afar vel í ferðinni og sama má segja um fatnaðinn frá Adidas. Allt gjafir og framlög frá GÁP og eru honum og hans liðlega starfsfólki færðar gríðargóðar þakkir fyrir gott samstarf.

Ofsaveður á Höfn í dag var með þeim hætti að það var gott að vera ekki að hjóla. Næst liggur leið okkar til Djúpavogs og er það dagleið upp á 99 kílómetra. Við leggjum af stað í fyrramálið klukkan 9:30 með góðan gest og látum við hvernig gengur. Þakkir til allra sem hafa stutt okkur. Annar leggur hefst í dag og áætlunin gerir ráð fyrir að honum ljúki á Akureyri 8. júlí.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *