Hátíð á Höfn 1. júlí

Það var afar ánægjuleg tilfinning að renna síðustu metrana að afleggjaranum að Höfn í Hornafirði. Fyrsti leggur að baki og tæpir 500 kílómetrar á hraðamælinum. Síðasta dagleið var 110 kílómetrar. Þórarinn markaðsstjóri Lyfju hjólaði með okkur í dag og færði Hjartaheill rausnarlegt framlag.

Það kemur í ljós í Ísland í dag í kvöld, hversu mikla fjármuni við erum að tala um. Við tók Humarhátíð á Höfn og reyndist hún frábær skemmtun. Við fengum góða gistingu á gistiheimilinu Ásgarði og tilkynnti hótelstjórinn okkur að gistingin væri ókeypis og þeirra framlag til þessa verkefnis. Takk Ásgarður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *