Sigurjón Jóhannsson, minningarorð

Sigurjón Jóhannsson sat í ritnefnd Velferðar, málgagni hjartasjúklinga í mörg ár og síðar sem ritstjóri. Sigurjón var blaðamaður um áratugaskeið og var það mikill fengur að fá hann til starfa fyrir Landssamtök hjartasjúklinga. Sigurjón var einnig liðtækur ljósmyndari og birtust margar mynda hans í Velferð.

Kunnátta Sigurjóns og reynsla var ávallt þess eðlis að málefnin sem hann tók að sér voru í góðum höndum hvort sem það sneri að útgáfu bæklinga, krossgátugerðar eða annars kynningarefnis. Það var afar gott að leita til Sigurjóns. Hann var fljótur að átta sig á hvernig best væri að vinna að málum og leysa þau.

Þegar Landssamtök hjartasjúklinga urðu 20 ára tók Sigurjón saman yfirlit um störf samtakanna og var það rit gefið út í nafni Velferðar í sérstakri afmælisútgáfu.
Sigurjón var sæmdur Gullmerki samtakanna í þakklætisskyni fyrir störf hans í þágu samtakanna.

Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga þakka Sigurjóni öll hans störf í þágu samtakanna og senda sambýliskonu hans Ingibjörgu Þórarinsdóttur og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *