HSÍ styrkir Neistann og Hjartaheill

Meistarakeppni HSÍ um helgina 
Handboltavertíðin hefst formlega laugardaginn 17. september n.k. þá verða leikirnir í Meistarakeppni HSÍ.

Leikið verður að Ásvöllum í Hafnarfirði og er leikur Hauka og Stjörnunnar í kvennaflokki kl.14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki kl.16:15.

Félagsmenn Hjartaheilla og Neistans eru hvattir til að mæta á leikina og taka með sér gesti. HSÍ hefur ákveðið að allur ágóði af leikjunum renni til Hjartaheilla og Neistans.
Nánar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *