Alþjóðlegi hjartadagurinn 2005

Að venju verður efnt til hjarta- og fjölskyldugöngu víða um land í tilefni af þessum degi. Lyf og heilsa ásamt  Flexor göngugreining Suðurlandsbraut 34 eru aðal styrktaraðilar dagsins. Þá hefur Subway styrkt samtökin veglega á þessum degi og á sjálfan hjartadaginn, sunnudaginn 25. september, getur almenningur styrkt samtökin með því að fara á Subway og kaupa sér bát í flokknum 7 undir 6, en það eru heilsubátar Subway. Öll sala af þessum bátum, allan daginn á öllum stöðum Subway rennur beint og óskipt til samtakanna. Við hvetjum alla til að fara á Subway og styðja við bakið á Hjartaheill.

Meira

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *