Vefurinn missir.is á erindi til einstaklinga sem vilja leita sér aðstoðar á erfiðum stundum og sækja sér fræðslu og styrk. Hann á jafnframt að koma á móts við þarfir fagfólks í starfi, hjúkrunarfólks, lækna, djákna, presta, lögreglumanna, félagsráðgjafa, sálfræðinga og ýmissa annarra stétta.
Markmið vefsins er að safna upplýsingum um og auðvelda aðgang að efni sem fjallar um viðbrögð fólks við sjúkdómum, erfiðri lífsreynslu og sorg. Á vefnum er ítarleg skrá yfir heimildir ritaðar á íslensku eða þýddar úr öðrum málum. Bækur, bókakaflar, bæklingar, ritgerðir, tímaritsgreinar um lífsreynslu einstaklinga eða fræðslurit rituð af fagfólki um sjúkdóma og áföll.
Kosið er að leggja áherslu á efni á íslensku til þess að notendur gætu leitað til almenningsbókasafna og fengið þar efnið lánað. Í landskerfi bókasafna, gegnir.is er að finna fjölda gagnlegra rita og um leið upplýsingar í hvaða bókasafni þau eru staðsett. www.missir.is