Hænur Gunnellu bestar

„ÞAÐ er sjaldgæft að fyrsta bók höfundar komist á listann hjá New York Times, hvað þá að hún komist á listann hjá Publishers Weekly líka. Það eru margir höfundar sem reyna í áraraðir, án þess að komast á listana,“ sagði  myndlistarkonan Gunnella í samtali við Morgunblaðið.

 

Viðurkenningin Best myndskreytta barnabók ársins 2005, er listi yfir tíu best myndskreyttu bækurnar að vali gagnrýnenda New York Times. Tímaritin Publisher’s Weekly og School Library Journal hafa líka valið bókina á lista yfir bestu barnabækur ársins.

Það er bókaforlagið Salka sem gefur bókina út hér á landi, en vestanhafs er það Houghton/Lorraine forlagið. Þar heitir bókin The Problem with Chickens. Höfundur textans er Bruce McMillan. Hann er kunnur barnabókahöfundur og ljósmyndari, en þetta er sem fyrr segir í fyrsta sinn sem myndverk Gunnellu prýða bók. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á listann hjá New York Times.  Morgunblaðið sunnudaginn 13. nóvember 2005.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *