Jólakort Hjartaheilla sem seld verða í öllum verslunum Hagkaupa er hafin. Jólakortin eru að þessu sinni skreytt tveimur myndum myndlistakonunnar Gunnellu, en hún gaf samtökunum leyfi til að nota þessar myndir endurgjaldslaust.
Kortin eru seld tíu saman í pakka. Einnig er Hjartaheill að selja jólapakkamerkimiða með myndum eftir Gunnellu. Einnig er hægt að kaupa kort og merkimiða á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík og hjá formönnum deilda um land allt. Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið ein megin fjáröflun samtakanna og eru því landsmenn hvattir til að styðja góðan málstað, sem er jólakortasala Hjartaheilla. Panta jólakort hjartaheill@hjartaheill.is/old