73 milljarðar til velferðarmála

Útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála nema samkvæmt fjárlögum 2006 rúmlega 73 milljörðum króna. Þeir liðir sem tilheyra þessum málaflokki eru meðal annars elli- og örorkulífeyrir Tryggingastofnunar, barnabætur, sjúkrabætur, mæðrabætur, málefni fatlaðra, atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg aðstoð. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins.

Í vefritinu segir að útgjöld til málaflokksins hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 1998 miðað við fjárlög 2006. Sé tekið tillit til áætlaðs verðlags 2006 er aukningin á sama tímabili 45%. Í málaflokknum vega þyngst útgjöld til elli-, örorku- og ekknalífeyris en sá liður hefur hækkað um 52%. Skýrist það af mikilli fjölgun örorkulífeyrisþega og hækkun lífeyris. Einna mest hafa útgjöld vegna sjúkra-, mæðra- og örorkubóta hækkað eða um 181% frá árinu 1998. Sem fyrr er það mikil fjölgun örorkulífeyrisþega sem skýrir þá hækkun. Morgunblaðið 24. janúar 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *