Samkomulag ÖBÍ og Skeljungs

Öryrkjabandalag Íslands og Skeljungur hf. hafa gert samkomulag um að veita öllum félagsmönnum innan bandalagsins sjálfsagreiðsluafslátt af eldsneyti afgreitt með fullri þjónustu á Shellstöðvunum um allt land.

Afslættinum verður stjórnað á þann hátt að þeir sem eru félagar í einhverju af  aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins geta sótt um Vildarkort eða Viðskiptakort Skeljungs sem gildir sem afsláttarkort þegar eldsneyti er tekið á Shellstöðvum.

Umsóknareyðublöð fyrir Vildar- og Viðskiptakortið eru aðgengileg á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is, og á heimasíðu Öryrkjabandalagsins, www.obi.is , en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á  Shellstöðvunum um land allt.

Kortin veita einnig afslátt á smurstöðvum Skeljungs í Skógarhlíð og við Laugaveg svo og á þvottastöðvunum í Smáranum og á Vesturlandsvegi.
Vildarkortið veitir vildarpunkta í Vildarklúbb Icelandair en Viðskiptakortið er reikningsviðskiptakort.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *