Drög að frumvarpi um bann við reykingum

Drög að frumvarpi um bann við reykingum verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.

Breytingin lýtur að því að ákvæði núgildandi tóbaksvarnarlaga sem heimila reykingar á afmörkuðum svæðum veitinga- og skemmtistaða verði afnumið og reykingar í þjónusturými veitinga- og skemmtistaða verði bannaðar með öllu frá 1. júní 2007. Meginmarkmið frumvarpsins er vinnuvernd starfsmanna og vernd almennings, enda liggja fyrir fjölmargar vísindalegar rannsóknir sem sýna að óbeinar reykingar valda heilsutjóni og dauðsföllum. Tekið af vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *