Hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum fjölgar enn

Stjórnunarupplýsingar LSH (Landspítala – háskólasjúkrahúss) fyrir janúar til september 2005 eru komnar út. Auk starfsemisupplýsinga fyrir tímabilið samanborið við sömu mánuði í fyrra, auk upplýsinga um bráðabirgðauppgjör og frávik frá rekstraráætlun, eru að þessu sinni sérstakar upplýsingar frá skrifstofu starfsmannamála og skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga.

Í greinargerð framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga kemur fram að hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum fjölgar enn umtalsvert. Hjartaþræðingar voru tæplega 1.300 sem er um 18,7% fjölgun frá sama tíma í fyrra og kransæðavíkkanir voru rúmlega 500 sem er 26% fjölgun þessara aðgerða. Þrátt fyrir þetta hafa biðlistar eftir hjartaþræðingum lengst og segir í greinargerð framkvæmdastjóra að aukningin sé langt umfram það sem hægt hafi verið að búast við. Stjórnunarupplýsingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu LSH hér. Tekið af vef Landspítala háskólasjúkrahúss.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *