Útlit fyrir að markmið um lyfjaverð náist

HORFUR eru á að það takmark náist hinn 1. september n.k. að lyfjaverð í heildsölu á Íslandi verði jafnt meðalheildsöluverði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og í árslok 2006 verði smásöluverð lyfja hér áþekkt því sem gerist á Evrópska efnahagssvæðinu, einkum í Danmörku og Finnlandi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar á Alþingi. Þar kemur þó fram að sú verðlækkun sem orðið hafi á undanförnum misserum hafi ekki skilað sér í sama mæli til neytenda og til ríkisins, m.a. vegna þess að lyfsalar hafa brugðist við verðlækkunum með því að draga úr afslætti sem þeir gáfu sjúklingum áður. Þá hafi sést vísbendingar um að dregið hafi verulega úr samkeppni milli apóteka eftir því sem eignarhald þeirra hefur færst á færri hendur. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði fyrirspurnina fyrir ráðherra. Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar 2006.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *