EIÐUR Smári Guðjohnsen

EIÐUR Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea, og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eignuðust í gær son. Þetta er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau tvo drengi.

Drengurinn er ljóshærður og heilsast honum og móður vel. Hann er rúmar 13 merkur, en hann fæddist í London. Eiður Smári lék í síðustu viku með liði sínu gegn Barcelona en liðin mætast aftur nk. miðvikudag.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Eiður Smári vera ánægður með að drengurinn skyldi fæðast milli leikja, en ánægðastur er hann þó með að fæðingin gekk vel og að nýja barnið er heilbrigt.

Á myndinni er Eiður Smári með föður sínum Arnóri Guðjohnsen. Morgunblaðið 2. mars 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *