Til þeirra er málið varðar

ANSI er ég hræddur um að reglugerðin vegna deilu hjartalækna og Tryggingastofnunar hjálpi ekki Framsóknarflokknum í kosningunum.

Eftir að kynnast henni af eigin raun er mér óskiljanlegt af hverju þarf að fá tilvísun frá heilsugæslulækni, sem sjaldnast er hægt að fá tíma hjá þegar þörf krefur. Síðan er hlutunum reddað með nýútskrifuðum, reynslulitlum lækni til að gefa út skrifaðan snepil. Er þetta atvinnubótavinna fyrir nýútskrifað fólk úr læknadeild? Það skal tekið fram að eftirlit hafði verið ákveðið löngu fyrr, vegna brjóstholsskurðaðgerðar á síðasta ári.

Fólk er niðurlægt, tíma þess eytt til einskis, við að fá notið þeirra réttinda sem það hefur til unnið með skattgreiðslum. Persónulega hef ég þurft að njóta ráðlegginga hjartasérfræðinga í 14 ár og gengið vel að halda heilsu, en að þurfa að fá tíma hjá manni sem ekkert faglegt gagn er af að hitta, er svo arfavitlaus og mikill tímaþjófur að engu tali tekur. Morgunblaðið fimmtudaginn 27. apríl 2006

ÞORKELL VALDIMARSSON,
Efstaleiti 10, Reykjavík.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *