ESB setur reglur til að hvetja til lyfjaþróunar fyrir börn

Evrópusambandið ætlar með nýjum reglugerðum að hvetja til þess að lyfjaframleiðendur þrói lyf sérstaklega fyrir börn. Ætlunin er að lyfin hafi þá ekki sömu hliðarverkanir og lyf sem þróuð eru fyrir fullorðna og gefin eru börnum í smærri skömmtum.

Samkvæmt nýju reglunum verður lyfjafyrirtækjum umbunað fyrir að framleiða barnaútgáfur af lyfjum gegn sjúkdómum á borð við krabbamein, alnæmi og geðsjúkdóma.

Francoise Grossetete, löggjafi hjá ESB, segir að lyf við sumum sjúkdómum, sem hönnuð séu fyrir fullorðna, geti haft alvarlegar aukaverkanir hjá börnum. Algengt er að börnum séu gefnir smærri skammtar af lyfjum sem hönnuð eru fyrir fullorðna, þar sem ekki séu til sömu lyf sérstaklega hönnuð fyrir börn.

Líkamar barna vinna hins vegar öðruvísi úr lyfjum og því geta þau fundið fyrir öðrum aukaverkunum en þeir fullorðnu. Fá lyfjafyrirtæki framleiða lyf sérstaklega fyrir börn þar sem tilraunir á lyfjunum eru erfiðari og taka lengri tíma. Morgunblaðið fimmtudaginn 1. júní 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *