
Aðalfundur Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum var haldinn sunnudaginn 14. maí s.l. Kristján Smith, stjórnarmaður í stjórn Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga og Margrét Albertsdóttir, félagsráðgjafi SÍBS voru með fróðlegar tölur og svöruðu fyrirspurnum.
Á fundinum var samþykkt harðleg mótmæli vegna tilkomu tilvísunarkerfis á hjartasjúklinga sem heilbrigðisráðherra setti á 1. apríl s.l.
Þeir sem gengu úr stjórn voru Ingileif Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Torfi Einarsson, meðstjórnandi og Gestur Pálmason, varamaður.
Stjórnina skipa nú: Jóhann Kárason, formaður, Pétur Sigurðsson, Sigurður Þorláksson, Jens Kristmannsson og Karen Ragnarsdóttir.