Meiri samdráttur á Landspítala í sumar

gangur

Mögulegir legudagar yfir sumarmánuðina á Landspítalanum eru tæplega þúsund færri en á síðasta ári. Samdráttur á starfsemi Landspítalans hefur farið minnkandi undanfarin ár, að teknu tilliti til breytinga sem gerðar hafa verið á starfsemi spítalans á síðustu árum.

Mögulegir legudagar, sem sýna nýtingu rúma á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, yfir sumarmánuði þessa árs verða í heildina 75.192, samkvæmt áætlunum sviðsstjóra, en þeir voru 76.167 fyrir ári.

gangurAnna Stefánsdóttir, hjúkrunar­forstjóri Landspítalans, segir samdráttinn á starfsemi Landspítalans vera innan við tíu prósent, sem sé viðunandi fyrir jafn fjölmennan vinnustað og Landspítalann. Ég held að samdrátturinn sem verður yfir sumarmánuðina sé ásættanlegur. Víða erlendis er samdrátturinn mun meiri. Landspítalinn er stór vinnustaður og starfsmenn hafa rétt á sumarfríi, og því er samdráttur óhjákvæmilegur.

Töluvert verður um að deildir verði samreknar í sumar, og vinnur þá starfsfólk á fleiri en einni deild. Legudeildir barna- og unglingageðdeildar verðar reknar saman frá 7. júlí til 14. ágúst.

Linda Kristmundsdóttir, deildar­stjóri barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, segir álagið vera mikið á starfsfólki sjúkrahússins yfir sumarmánuðina en á geðdeildum er minna álag yfir sumar­mánuðina heldur en á veturna. Þótt deildirnar séu reknar saman þá tel ég það ekki bitna á þjónustu við sjúklinga, þar sem þjónusta okkar er í samræmi við þörfina. Visir.is þriðjudaginn 6. júní 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *