Í baráttunni við of hátt kólesteról er mikilvægt að skilja vandann

kolesterol_2006

Of hátt kólesteról getur skaðað heilsuna og í mörgum tilvikum getur það leitt til hjartasjúkdóma. Það jákvæða er hins vegar að hægt er að lækka kólesterólið án þess að þurfa að gerbreyta venjum sínum.

kolesterol_2006Ef betur er hugað að mataræði og hreyfingu má færa hlutina til betri vegar. Oft nægir þó ekki bætt mataræði og aukin hreyfing. Í slíkum tilvikum þarf að huga að lyfjagjöf. Í þessu hefti er fjallað um hvernig breyttur lífsstíll – e.t.v. ásamt kólesteróllækkandi lyfi – getur hjálpað til við að fyrirbyggja hjartasjúkdóma.

Hér fást svör við mörgum algengum spurningum, en þau koma ekki í staðinn fyrir samtal við lækni. Aðeins læknir getur metið hvaða meðferð hentar best og útskýrt kosti og galla mismunandi meðferðarmöguleika.

Endurbættur bæklingur frá Pfizer var að koma út. Með því að fara á tengilinn https://hjartaheill.is/old/images/stories/annad/kolesterol_bkl.pdf má lesa bæklinginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *