Allt að 69% verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum

MYND/Gunnar V. Andrésson

Verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum með sömu verkun var allt að 69 prósent í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag.

MYND/Gunnar V. AndréssonKönnunin var gerð í samráði við Landlæknisembættið. Verðið var oftast lægst í Garðsapóteki en oftast hæst í Skipholtsapóteki og Lyfjum og heilsu í Hamraborg. Fólk sem fer með lyfseðla frá læknum í apótek getur spurt hvort samheitalyf með sömu verkun sé í boði og á þá rétt á að fá það í stað frumlyfsins þótt læknirinn hafi vísað á frumlyf. Visir.is fimmtudaginn 15. júní 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *