Verndari Hjartaheilla til Barcelona

Eiður Smári

Eiður Smári Guðjohnsen, verndari Hjartaheilla og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gekk til liðs við Evrópu og Spánarmeistara Barcelona.

Eiður Smári,,Það voru margir möguleikar í stöðunni, bæði á Englandi og hér á Spáni. Ég hefði hins vegar ekki sætt mig við það eftir ferilinn ef ég hefði ekki tekið þetta tækifæri hjá Barcelona. Mér fannst á þessum tímapunkti kominn tími til að prófa eitthvað nýtt enda búinn að vera í sex ár hjá Chelsea og eiga þar frábæran tíma," sagði Eiður Smári við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla óska Eiði Smára hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur og óska honum velgengni á nýjum vettvangi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *