Nýr vefur – nýr Landspítali

Verkefnavefur eða heimasíða nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur verið tekin formlega í notkun. Vefurinn var kynntur í tengslum við kynningar- og umræðufund sem Framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur efndu til um undirbúning og stöðu deiliskipulags nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut 15. júní, en þá voru einmitt liðin 80 ár frá því hornsteinn var lagður að gömlu Landspítalabyggingunni. Sjá nánar á verkefnavef nýja spítalans: http://www.haskolasjukrahus.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *