Forvarnir gegn hjartasjúkdómum

DÖNSK rannsókn bendir til þess að hægt sé að helminga fjölda þeirra, sem eru líklegastir til að fá hjartasjúkdóma, á fimm árum án þess að auka útgjöldin.

Þetta kemur fram í skýrslu sem dönsk heilbrigðisyfirvöld birtu í gær. Skýrslan byggist á rannsókn þar sem hópur Dana á aldrinum 30-49 ára fór í fyrirbyggjandi læknisskoðun og viðtal hjá heimilislækni.

Breyttu lífsháttum sínum. Þessi þjónusta bar þann árangur að margir þátttakendanna breyttu lífsháttum sínum til að minnka hættuna á hjartasjúkdómum. „Nokkrir hafa jafnvel skipt um atvinnu til að breyta lífsháttum sínum," hafði fréttavefur danska ríkisútvarpsins eftir Torsten Lauritzen, heimilislækni og prófessor við Árósaháskóla.

„Það kostar peninga að hefja þessa þjónustu en hún verður til þess innan sex ára að færri sýkjast, þannig að fé sparast," var haft eftir Niels Würgler Hansen, sérfræðingi á sviði forvarna. Morgunblaðið föstudaginn 23. júní 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *