Hátt lyfjaverð kemur niður á þeim tekjuminni

Ungir jafnaðarmenn í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar líta á hátt lyfjaverð hér á landi sem alvarlega ógnun við velferðina og benda í ályktun sinni á, að hátt lyfjaverð komi harðast niður á efna minni heimilum.

Tilefni ályktunarinnar eru þær upplýsingar úr lyfjakönnun ASÍ að lyfjaverð hér hafi hækkað um allt að tuttugu prósent á rúmu ári. Ungu jafnaðarmennirnir skora á stjórnvöld að grípa strax í taumana með einum eða örðum hætti. Visir þriðjudaginn 27. júní 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *