Hjartavernd fær nær 200 milljónir til rannsókna á heila og hjarta í öldruðum

Hjartavernd hefur fengið 2,6 milljón dollara styrk frá National Institutes of Health til rannsókna á hjarta- og æðakerfi og heilum.

Hjartavernd hefur í Öldrunarannsókn skoðað nærri 6000 manns. Niðurstöður þeirra rannsókna gefa vísbendingar um að unnt sé að greina heilabilun á frumstigi nægilega snemma til að grípa megi inn í með þeim aðferðum sem til eru.

Hjartavernd hefur í Öldrunarrannsókninni rannsakað heila aldraðra með mjög ítarlegum hætti, þar á meðal myndgreiningu. Samfara því hefur verið þróað mjög öflugt kerfi til úrlestrar úr slíkum heilamyndum. Hjartavernd hefur nú gert samning við National Institute of Neuorological Disorders and Stroke, NINDS og National Institute on Aging um frekari rannsóknir á heilum einstaklinga með segulómunartækni.

Markmiðið er að reyna að koma upp með aðferðir til þess að þróa greiningarpróf sem spáir fyrir um heilaáföll og heilabilun.

Fyrir stuttu gerði Hjartavernd einnig samning við National Heart Lung and Blood Institute um rannsóknir á hjörtum með segulómtækni. Hjartavernd hefur því fengið nærri 200 milljónir til rannsókna með nýjum samningum við þessar bandarísku stofnanir. Rannsóknir Hjartaverndar með segulómun hafa sýnt að heilaáföll geta verið ógreind líkt og hjartadrep en allt að helmingur hjartadrepa er ógreindur í einstaklingum eftir 70 ára aldur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *