Blóðbankinn þarf sjötíu blóðgjafir á dag

Frá Blóðbankanum mynd Teitur

Marín Þórsdóttir, umsjónarmaður upplýsingasviðs Blóðbankans, segir að bíll Blóðbankans skipti miklu fyrir starfsemina þar sem hann auðveldi mjög alla blóðsöfnun sem fer fram utan bankans. Bíllinn kom til sögunnar árið 2002 en hann var gefinn af Rauða krossi Íslands. Marín segir að bíllinn fari í framhaldsskóla og háskóla á höfuðborgarsvæðinu, á vinnustaði og stofnanir. Einnig fari hann út fyrir höfuðborgarsvæðið, meðal annars til Stykkishólms og Sauðarkróks.

Frá Blóðbankanum mynd TeiturAðspurð um það hvort fyrirtæki hafi oft frumkvæði að því að koma í bankann svarar Marín því til að það gerist stundum og að sum fyrirtæki hafi það á starfsmannastefnu sinni að gefa blóð en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær gáfu starfsmenn Landsbankans blóð í bíl blóðbankans.

Marín segir að ekki sé blóð­skortur í landinu en að Blóðbankinn þurfi að jafnaði um 70 blóðgjafir á hverjum degi. Á sumrin er nokkru minna um blóðgjafir þar sem margir eru í sumarfríi og með hugann við annað en að gefa blóð.

Um 5 prósent landsmanna gefa blóð en Marín segir að það sé markmið bankans að fá sem flesta til þess að gefa blóð. Visir.is mánudaginn 3. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *