Góðgerðardagur í Tívolíinu við Smáralind

Mánudaginn 3. júlí ætlar Tívolíið í Smáralind að bjóða öllum aðildarfélögum Umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust.

Mánudaginn 3. júlí ætlar Tívolíið í Smáralind að bjóða öllum aðildarfélögum Umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust.

Nú þegar stefnir í metþátttöku og hafa hátt í 1.600 manns staðfest þátttöku á þessum degi. Í fyrra mættu yfir 1.200 manns og var mikið fjör meðal gesta. Sem fyrr mun Vífilfell sjá um að svala þorsta gestanna þennan dag.

Góðgerðardagurinn í ár verður haldinn mánudaginn 3. júlí, milli kl. 10 og 13.00. Dagurinn verður haldinn með sama sniði og síðustu ár og verður öllu stýrt á þann hátt að allir geti notið sín, hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu.

Þetta er 15. árið sem tívolíið kemur til Íslands og hafa verðskrá miðasölu og aðgangseyrir í hvert tæki haldist óbreytt sl. 15 ár, segir í fréttatilkynnningu. Morgunblaðið mánudaginn 3. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *