Bros á hverju andliti

Rúmlega 1600 mættu á árlegan góðgerðadag í tívolíinu við Smáralind í gær og að sögn Evu Hrundar Willatzen, talsmanns tívolísins, fór allt afskaplega vel fram.

"Þetta gekk alveg svakalega vel, það var bros á hverju andliti. Sem betur fer héldu veðurguðirnir öllu þurru fyrir okkur. Það gefur okkur öllum mikið að geta skilað einhverju til baka út í þjóðfélagið og starfsfólkið hafði alveg jafn gaman af þessu og gestirnir. Þessi dagur hefði ekki getað heppnast betur," segi Eva Hrund.

Á þessum árlega góðgerðardegi tívolísins var aðildarfélögum Umhyggju, sambýlum, barna- og unglingageðdeild LSH, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum boðið í tívolíið þeim að kostnaðarlausu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *