Mótmæla ákvörðun stjórnar LSH

STJÓRN Skurðlæknafélags Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Þann 29. júní sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stefáns E. Matthíassonar, skurðlæknis, gegn Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

"Þann 29. júní sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stefáns E. Matthíassonar, skurðlæknis, gegn Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Í dómsorði sagði að áminning sú sem LSH veitti Stefáni teljist ólögmæt. Áminningin var undanfari brottvikningar Stefáns úr starfi yfirlæknis æðaskurðlækningadeildar LSH og skortir brottvikninguna því lagastoð.

Stjórn Skurðlæknafélags Íslands harmar að faglegur ágreiningur innan LSH þurfi að verða viðfangsefni dómstóla og beinir þeim tilmælum til viðkomandi aðila á LSH að standa að uppbyggingu lækningastarfsemi á sjúkrahúsinu í sátt og samvinnu við faglega yfirmenn.

Stjórn Skurðlæknafélags Íslands krefst jafnframt að yfirstjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss fari að lögum og að Stefán E. Matthíasson fái viðunandi lausn sinna mála." Morgunblaðið fimmtudaginn 6. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *