Ristruflanir hjá þriðjungi karlmanna

Yfir þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður fyrstu almennu könnunarinnar á ristruflunum hér á landi voru birtar á dögunum.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í nýjasta hefti Læknablaðsins. Þátttakendur voru 4000 karlmenn á aldrinum 45 til 75 ára og var svarhlutfall rúmlega fjörtíu prósent. Könnunin sýnir að algengi ristruflana var hátt meðal þátttakenda en 35,5% þátttakenda höfuð fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður sýndu einnig að rúmlega 60% karlmanna á aldrinum 65 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum af einhverju tagi.

Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, er einn þeirra sem stendur á bak við rannsóknina. Hann segir hana sýna að ýmislegt hafi áhrif á ristruflanir svo sem reykingar, sykursýki, hátt kólestról, kvíði og þunglyndi.

Í könnuninn sögðu 65% karlmanna á aldrinum 65 til 75 ára kynlíf skipta miklu máli og að áhuginn á því hefði síður en svo minnkað með aldrinum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar í ljósi þess að einugis um fjórðungur karlmanna sem hefur fengið ristruflanir hefur hlotið viðeigandi meðferð. Mörgum karlmönnum þykir erfitt að ræða þessi mál við lækna en stór þáttur þess að karlmenn leita sér ekki aðstoðar vegna ristruflana er feimni. Guðmundur segir ristruflanir hafa mikil áhrif á sjálfsmynd karlmanna ristruflanir valdi oft kvíða og óöryggi hjá þeim það leiði aftur af sér ristruflanir og þannig myndist oft á tíðum vítahringur. Visir.is fimmtudaginn 6. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *