Fleiri öryrkjar vegna offitu

Þeim öryrkjum sem hafa offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu hefur fjölgað frá 1992-2004. Aukningin á milli áranna var 183 prósent hjá konum og 263 prósent hjá körlum.

Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af læknunum Sigurði Thorlacius og Stefán B. Stefánssyni ásamt Laufeyju Steingrímsdóttur næringarfræðingi.

Í rannsókninni kemur fram að marktæk aukning hafi orðið á örorku í tengslum við offitu á Íslandi á framangreindu tímabili. Rannsóknin sýnir einnig að öryrkjum af báðum kynjun hefur fjölgað frá 1992-2004 bæði vegna offitu og annarra orsaka.

Offita er heilsufarsvandamál sem hrjáir marga einstaklinga á Vesturlöndum. Hreyfingarleysi og óhollt mataræði ræður mestu þar um. Visir.is föstudaginn 7. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *