
Aðalfundur Hjartaheilla Félags hjartasjúklinga á Suðurnesjum vegna ársins 2005 var haldinn 6. júlí s.l. kl.20.30 í húsi Iðnsveinafélags Keflavíkur.
Tómas Tómasson formaður félagsins setti fundinn og bauð gesti velkomna. Mynnast var látinna félaga við upphaf fundar.
Flutti var skýrsla stjórnar og sagt frá því helsta sem gert var á starfsárinu varðandi tækjakaup og gjafir. Stærsta gjöfin var öndunartæki til Sjúkrahússins í Keflavík. Jólakortasala gekk vonum framar, en engar stórar gjafir bárust félaginu á sl. ári.
Hjálmar Árnason var einróma kjörinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarmenn og skoðunarmenn reikninga eru þau sömu og áður.
Hjálmar og Ásgeir ávörpuðu Tómas og þökkuðu honum vel unnin störf og Ásgeir flutti kveðjur frá stjórn og starfsmönnum Hjartaheilla.
Tómas Tómasson greindi frá peningagjöf sem Lionessuklúbbur Keflavíkur færði félaginu í maí sl. að upphæð 200.000,- kr.
Ásgeir Þór vakti athygli á happdrættismiðum sem verið er að selja fyrir samtökin og er ein af fjáröflunarleiðunum samtakanna.
Fundi var slitið kl. 22,00 og félögum þökkuð fundarsetan.