Bráðabirgðahúsnæði við LSH

Landspítalinn við Hringbraut

Landspítalinn við HringbrautÁKVEÐIÐ var á fundi framkvæmdastjórnar LSH 11. júlí síðastliðinn að kaupa eða leigja svokallað færanlegt húsnæði til að leysa húsnæðisvanda á svæði 13A, B og C við spítalann við Hringbraut.

Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni- og eigna, mun húsnæðið einungis hýsa skrifstofur lækna og annarra starfsmanna en ekki sjúkrarúm. Húsin eru gerð úr 20 feta gámum og er hægt að koma þeim fyrir á marga vegu, eftir þörfum notanda. Unnið verður hratt að þessu máli og mun Aðalsteinn ásamt sviðsstjórum skurðlækninga-, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs vinna að framkvæmdinni. Morgunblaðið föstudaginn 14. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *